Skip to Content

Margs konar verkefni við endurnýjun og nýsmíði

Fyrirtækið hefur unnið jöfnum höndum að endurnýjun eldra húsnæðis og við nýsmíði. Mörg verkefnanna hafa verið sérhönnuð af arkitektum þar sem gerðar hafa verið miklar kröfur til gæða. Náið samstarf TVT og hönnuða hefur skilað mörgu glæsilegu verki og aflað fyrirtækinu góðu orðspori. Dæmi um verkefni síðustu ára er endurnýjun á skrifstofuhúsnæði Almennu verkfræðistofunnar í Fellsmúla og endurnýjun innréttinga á fimm hæða byggingu Íslandspósts við Stórhöfða. Til gamans má geta að við lokaúttekt hönnuða og eftirlitsmanns Íslandspósts var engin athugasemd gerð, sem þykir fáheyrt í íslenskum byggingariðnaði og segir kannski meira en mörg orð um metnaðarfull vinnubrögð TVT ehf. Önnur þekkt fyrirtæki og stofnanir sem TVT hefur unnið fyrir eru EJS, Umferðarstofa, kanadíska sendiráðið og Sambíóin, en þar hefur TVT innréttað marga bíósali í gegnum tíðina. Auk þessa hefur TVT innréttað og breytt tugum einbýlishúsa, en á því sviði búa starfsmenn fyrirtækisins yfir mikilli þekkingu á tækninýjungum svo sem hita- og rafstýringabúnaði. Fyrirtækið hefur einnig sinnt ýmsum smærri verkefnum fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

TVT Traust verktak ehf.